• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Stjórn foreldrafélags Kelduskóla og foreldrar barna í skólanum mótmæla fyrirhugaðri lokun á skólanum og breytingu á skólastarfi í hverfinu

17 sep 2019
Baldvin
0
Grafarvogur., Kelduskóli, Reykjavíkurborg, skólalokun

Niðurstöður fundar foreldrafélags Kelduskóla með foreldrum barna i skólanum sem haldinn var 16. September í Kelduskóla Vík

Þær áætlanir sem Reykjavíkurborg leggur til um breytingu skólahalds í norðanverðum Grafarvogi hafa í för með sér gríðarlegt umferðaróöryggi og slysahættu fyrir börnin. Með þessum breytingum þá þarf stór fjöldi barna að ganga langar vegalengdir til skóla í og við umferðaþungar götur. Þess má að geta að við sameiningu Víkurskóla og Korpuskóla árið 2012 þá lofaði Reykjavíkurborg að umferðaöryggi barnanna í hverfinu yrði bætt, en frá þeim tíma til dagsins í dag hafa engar aðgerðir til að bæta umferðaöryggi þeirra verið framkvæmdar.

Það er álit foreldra barna í skólanum að viðkomandi áætlanir Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar séu ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið í hverfinu og vinni þvert gegn hagsmunum barna. Rekstur skóla er lögbundin grunnþjónusta og öll börn eiga rétt á að ganga í skóla í sínu nærumhverfi. Foreldrar telja þær tillögur og ástæður sem Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram vegna fyrirhugaðra breytinga órökstuddar og muni eingöngu koma niður á börnunum í skólanum.

Foreldar barna í skólanum vilja koma á framfæri til Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar að allar áætlanir, umtal og rask hefur streituvaldanndi áhrif á börnin. Mörg börn kvíða fyrirhugðum breytingum og sum hver óttast það að vera tvístrað í sundur frá systkinum og vinum.

Þar af leiðandi óskar stjórn foreldrafélagsins og foreldrar barna í skólanum eindregið eftir því að Skóla- og frístundaráð láti tafarlaust af öllum áætlunum um lokanir og breytingar á skólum og skólastarfi í hverfinu.

Þess ber að geta að Kelduskóli var nú í vor verðlaunaður af Skóla og Frístundasviði Reykjavíkurborg fyrir framúrskarandi starf og var tilnefndur sem einn af þremur þekkingarskólum í Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt á fjölmennum foreldrafundi Kelduskóla mánudaginn 16.9.2019 

Fyrir hönd foreldrafélagsins

Sævar Reykjalín Formaður foreldrafélags Kelduskóla. 

Email, RSS Follow

Skólinn okkar – Skýrsla Innri Endurskoðunar

16 sep 2019
Baldvin
0
Grafarvogur., Innri endurskoðun, Lokun skóla í Grafarvogi, Reykjavík, Skóla og frístundasvið, Skólastarf í Grafarvogi
Sævar Reykjalín

Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi.

Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi.

Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er:

„Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar…“

Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE.

Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. 

Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu?

Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staan verðsnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfi fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin.

En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur.

Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.



Email, RSS Follow

Skráning hafin í barna- og unglingakór Grafarvogskirkju

11 sep 2019
Baldvin
0

Öll börn í 3. – 10. bekk sem elska að syngja eru hjartanlega velkomin í kórinn. Fyrsta æfingin verður þriðjudaginn 17. september.

Börnunum er skipt niður í 2 hópa.

Barnakór Grafarvogskirkju (3. – 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15 – 17:15 í Grafarvogskirkju.

Unglingakór Grafarvogskirkju (6. – 10. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 í Grafarvogskirkju.

Kórgjöld: 15.000 kr. fyrir árið – hægt að nota frístundastyrk Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar á: barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com

Skráningarformið er hér: https://docs.google.com/forms/d/1OvttNbynG5figsEU1gsoOGPyFuGSM0_OggRyYaPyGsQ/prefill

Email, RSS Follow

Sunnudagurinn 15. september í Grafarvogssókn

11 sep 2019
Baldvin
0
Grafarvogssókn, Messa, Prestar í Grafarvogi, Sunnudagaskólinn

Í Grafarvogskirkju verður messa kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng. Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn fermingarbarna úr Kelduskóla og Rimaskóla eru sérstaklega boðin velkomin.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Hlustað verður á sögu, sungnir söngvar og í lokin fá börnin límmiða og bók.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng.

Sjáumst í messu!

Email, RSS Follow

Hverfið mitt Grafarvogur – framkvæmdir 2019

04 sep 2019
Baldvin
0
Grafarvogur., Hundagerði, Hverfið mitt, Líkamsrækt, Reykjavík

Verkefni sem íbúar kusu og verkefnastaða þeirra:Vinnusvæði GrafarvogurNánar um verkefnið Grafarvogur – valin verkefni:

  • Fleiri ruslafötur í Grafarvog
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni
    • Kosningartillagan  
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið hefur verið boðið út og er í undirbúningi hjá verktaka
  • Rafræn vöktun
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni
    • Kosningartillagan   
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið er í undirbúningi
  • Þurrgufubað í Grafarvogslaug
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni
    • Kosningartillagan   
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið er í hönnun
  • Gönguþverun yfir Hallsveg milli Rima- og Foldahverfis
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni 
    • Kosningartillagan   
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið hefur verið boðið út og er í undirbúningi hjá verktaka
  • Líkamsræktartæki við Grafarvog
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni
    • Kosningartillagan   
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið hefur verið boðið út og er í undirbúningi hjá verktaka
  • Hundagerði í Grafarvogi
    • Hugmyndin úr hugmyndasöfnuninni
    • Kosningartillagan  
    • Verkhönnun
      • 15.05.2019 – verkið hefur verið boðið út og er í undirbúningi hjá verktaka

Email, RSS Follow

Helgihald sunnudaginn 8. september í Grafarvogssókn:

03 sep 2019
Baldvin
0
Grafarvogskirkja, Messa, Prestar

Í Grafarvogskirkju verður messa kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson og Sigurður Grétar Helgason þjóna. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng. Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn fermingarbarna úr Foldaskóla og Kelduskóla eru sérstakelga boðin velkomin.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Hlustað verður á sögu, sungnir söngvar og í lokin fá börnin límmiða og bók.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng.

Sjáumst í messu!

Email, RSS Follow

Útvarpsmessa, fyrsta Selmessan og fyrsti sunnudagaskólinn.

29 ágú 2019
Baldvin
0
Kirkja, Prestar, Selmess

Það verður útvarpsguðsþjónusta í Grafarvogskirkju sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Þjóðkirkjan fagnar upphafi vetrarstarfsins með útvarpsguðsþjónustu frá Grafarvogskirkju þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. sr. ARna Ýrr Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Kórar kirkjunnar syngja, organisti er Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi barnakórs Grafarvogskirkju er Margrét Pálmadóttir. Hjörleifur Valsson leikur á Fiðlu og Þorgeir Jónsson á kontrabassa.

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins hefst á sunnudaginn og verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Söngvar, sögur og límmiðar.

Fyrsta Selmessa vetrarins verður á sunnudaginn í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar, Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Populi leiðir söng.

Email, RSS Follow

Kynningafundur – Synda, hlaupa, hjóla / Þríþraut

26 ágú 2019
Baldvin
0
Fjölnir, Grafarvogur., Þríþraut
Email, RSS Follow

Skólinn snýst um samskipti

20 ágú 2019
Baldvin
0
Grafarvogur., Heimili og skóli, Skólastarf
Heimili og skóli

Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar að undirbúa sig fyrir það sem koma skal.

Samstarf heimila og skóla

Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans.


Hvernig tek ég þátt?

Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum.


Virðing vísar veginn

Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.

Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Email, RSS Follow
« First‹ Previous20212223242526Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is