Uppskerumessa, sunnudagaskóli og Selmessa

Á sunnudag verður uppskerumessa í kirkjunni kl. 11. Þar þökkum við fyrir gott og gjöfult sumar, uppskeru sumarsins verður safnað saman og hún síðan boðin upp eftir messu. Kirkjugestir mega gjarnan koma með eitthvað sem tengist uppskeru haustsins, t.d.  dæmis grænmeti, kartöflur, ávexti, brauð, kökur, sultur eða hvað annað sem því dettur í hug. Góðgætinu verður stillt upp í kór kirkjunnar, það borið út að lokinni messu og síðan boðið upp. Ágóðinn af uppboðinu rennur í líknarsjóð Grafarvogskirkju. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar í messunni, organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Á neðri hæð kirkjunnar verður sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Hólmfríður Frostadóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Söngvar, sögur, myndband og límmiðar.

Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.