Vængir Júpiters verða með í 2.deild í handbolta á næsta tímabili!

Vængir Júpiters eru skráðir til leiks í deildarkeppni HSÍ tímabilið 2020/21. Þetta er stór áfangi í sögu félagsins þar sem starfrækt hefur verið sterkt fótboltalið Vængja síðustu ár.

Í dag voru undirritaðir samningar við þjálfarateymi liðsins. Hér á mynd sést Jóhann Tómas Guðmundsson, Director of Handball hjá Vængjum, skrifa undir samninga við þjálfarana Arnór Ásgeirsson og Viktor Lekve og taka snertingalaust handaband í ljósi aðstæðna.

Nú þegar hefur sterkur leikmannakjarni verið myndaður og leikmannakynningar fara fram á næstu dögum. Það eru þó alltaf pláss fyrir góða leikmenn og ef þú telur þig hafa það sem þarf endilega hafðu samband við Arnór og Viktor.

Fáum að kynnast þjálfurum liðsins hér að neðan:

Arnór Ásgeirsson:
Arnór Ásgeirsson er uppalinn í Grafarvoginum og er hokinn af reynslu úr þjálfun. Hann byrjaði í yngri flokka starfi Fjölnis áður en hann fór til Molde í Noregi þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og aðalþjálfari karlaliðs Molde. Eftir að Arnór kom heim tók hann við meistaraflokk Fjölnis og stýrði þeim í Olís deildinni tímabilið 2017/18. Arnór hefur einnig komið að yngri landsliðum fyrir hönd HSÍ. Arnór er hámenntaður þjálfari sem á mikla framtíð fyrir sér.

Viktor Lekve:
Viktor er úr Árbænum.

Við hlökkum til að koma með meira efni hér á miðlana.

Fylgið okkur á:
📸 Intagram: instagram.com/vaengir_jupiters_handbolti/
🖋 Twitter: twitter.com/VJ_handbolti
☝️ Facebook: facebook.com/VJ.handbolti

Lifi Vængir!

Myndir frá undirskrift má sjá HÉR.

Með kærri kveðju,

Handknattleiksdeild Vængja Júpiters


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.