Vox Populi IVox populi býður upp á ljúfa tónleika næstkomandi miðvikudagskvöld kl 20. Tónleikarnir verða á neðri hæð Grafarvogskirkju, þar sem Borgarbókasafn var áður til húsa. Gengið er hægra megin við kirkjuna niður tröppurnar og þar inn í kjallarann.

Þessir tónleikar verða ekki eins og aðrir tónleikar sem við höfum haldið. Nokkrir litlir hópar úr kórnum syngja fjölbreytt og skemmtileg lög og svo endar allur kórinn saman á ljúfum vorlögum.

Miðar seldir við innganginn.
Aðeins 1000 kr inn – takið kvöldið frá!