Eins og áður hefur komið fram í fréttum ákvað Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, fyrr á þessu ári að opna að nýju áfengisverslun í Grafarvogi og var skrifað þess efnis undir samning við fasteignafélagið Reiti um leigu á húsnæði í Spönginni. Opnunin hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert en í upphaflegum áætlunum var stefnt að opnun nú á haustmánuðum.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í fyrirspurn frá vefsíðunni að því miður hafa áform ÁTVR um að opna í lok sumars ekki gengið eftir þar sem framkvæmdir við húsnæðið hafa tekið lengri tíma en áætlað var.
,,Nú erum við að vonast til að geta opna í byrjun nóvember þó með þeim fyrirvara að við fáum húsnæðið afhent í næstu viku,“ segir Sigrún Ósk.