Útvarpsmessa, sunnudagaskóli og Selmessa sunnudaginn 14. október

Útvarpsmessa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari. Auður Hafsteinsdóttir spilar á fiðlu og kór Grafarvogskirkju syngur. Hákon Leifsson stjórnar.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, sögur taka yfir stundina og í þetta sinn verður bleikur dagur svo endilega komið í einhverju bleiku 🙂 Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00 guðsþjónusta með íhugunarívafi. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.