Útvarpsmessa og íhugunarguðsþjónusta 19.mars í Grafarvogskirkju

Útvarpsmessa í Grafarvogskirkju sunnudaginn 19. mars kl. 11:00.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari. Jónína Ólafsdóttir guðfræðinemi flytur lokaprédikun sína frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Vox Populi og Kammerkór Suðurlands syngja undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Gunnar Hrafnsson leikur á bassa. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson.

Í Kirkjuselinu kl. 13:00 verður guðsþjónusta með íhugunarívafi. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur og organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guðfinnsson og undirleikari er Stefán Birkisson.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.