Framkvæmdir á vegum borgarinnar standa víða yfir í Grafarvoginum sem lúta að fegrun umhverfis og bættu aðgangi fyrir gangandi- og hjólreiðafólks sem og þeirra sem nota strætisvagna sem er ört vaxandi hópur.
Við Víkurveg skammt frá gatnamótunum við Brekkuhús sem er N1 er með þjónustustöð standa nú yfir framkvæmdir og lagfæringar á biðstöð og ýmsum öðrum úrbótum fyrir strætisvagna sem þar fara um. Þessi framkvæmd er svo sannarlega til hagsbóta fyrir viðskiptavini Strætó.
Áætlað er að þessu verkefni ljúki í október. Fleiri framkvæmdir standa nú yfir á stöðum víðs vegar um í Grafarvogi.