Undirbúningur undir næsta skólaár í fullum gangi

Skólastarf að hefjastForeldrar eru minntir á að skrá börn sín í grunnskóla svo upplýsingar um nýja nemendur liggi tímanlega fyrir.

Reykjavíkurborg minnir foreldra á að skrá börn sín í grunnskóla eða breyta umsóknum vegna flutninga á milli skóla. Undirbúningur fyrir næsta skólaár er í fullum gangi og mikilvægt að grunnskólarnir hafi sem fyrst allar upplýsingar um nýja nemendur. Grunnskólarnir verða settir mánudaginn 22. ágúst.

Gert er ráð fyrir nokkurri nemendafjölgun milli ára í grunskólunum þar sem árgangur barna sem fædd eru á árinu 2010 er nokkuð stór líkt og var með árganginn 2009.

Rúmlega 14.000 nemendur munu stunda nám í grunnskólunum á næsta skólaári, en börn sem eru að setjast á skólabekk í fyrsta sinn verða um 1.500.

 

 

Takk slider 940x360Stólpi auglýsing stór II

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.