TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla næsta laugardag 22 nóvember
Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verður haldið í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember.
Teflt verður í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl. 11:00. Þátttakendur mæti tímanlega til skráningar.
Öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt að vera með í mótinu og er þátttaka ókeypis. Það eru fyrirtækin á TORGINU, verslunarmiðstöðinni Hverafold, CoCo´s – Nettó – Pizzan – Bókabúð Grafarvogs – Runni Stúdíóblóm sem gefa vinningana.
Óvæntir aukavinningar á laugardegi eru fjölmargir nammipokar og bíómiðar.
NETTÓ Hverafold býður öllum þátttakendum upp á veitingar í skákhléi og NETTÓ gefur einnig glæsilega verðlaunagripi fyrir sigurvegara í eldri, yngri-og stúlknaflokki.
Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartími er sex mínútur á skák.
Mótstjórar verða þeir Helgi Árnason og Páll Sigurðsson. Skráning á staðnum í hátíðarsal Rimaskóla.
Heiðursgestur: Helgi Ólafsson stórmeistari
Foreldrum velkomið að fylgjast með og þiggja kaffisopa.