Stærsta framkvæmdaár í sögu borgarinnar

Reykjavíkurborg fjárfestir í innviðum og þjónustu fyrir 18 milljarða á þessu ári, sem er það mesta á einu ári í sögu borgarinnar. Á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða.

Sé horft til samstæðu Reykjavíkurborgar nemur fjárfesting næstu ára 226 milljörðum næstu fimm árin.

Þessar upplýsingar komu fram í kynningu á  framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.

Fjárfestingar ársins skiptast í grunninn í þrennt. Um 8 milljörðum verður ráðstafað í fasteignir og stofnbúnað, nær 8,5 milljarðar fara í götur og umhverfisframkvæmdir og rúmir 2 milljarðar í aðrar fjárfestingar.

Bróðurparturinn af framkvæmdafé fasteigna fer til skóla- og frístundasviðs eða nær 2,8 milljarðar og þá fer 1,8 milljarður til íþrótta- og tómstundamála. Stærsta einstaka framkvæmdin er leik- og grunnskóli í Úlfarsárdal. 

Nánar um einstök verkefni má sjá í kynningu borgarstjóra.

Nýbyggingahverfi eru svo stærsti einstaki liðurinn í gatna- og umhverfisfjárfestingum en til þeirra mála fara rúmlega 2,5 milljarðar, en þar undir fellur gatnagerð á Hlíðarenda, Vogabyggð, Úlfarsárdal, Kirkjusandi og við Landspítala. Undir gatna- og umhverfisfjárfestingar falla einnig malbikunarframkvæmdir, en í sumar verður slegið met í malbikun gatna.

Kynning borgarstjóra er aðgengileg í frétt á vef Reykjavíkurborgar >  http://reykjavik.is/frettir/staersta-framkvaemdaar-i-sogu-borgarinnar

 

 

Stólpi Gámar

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.