Þegar þremur umferðum af fimm er lokið á Norðurlandamóti grunnskóla í skák er sveit Rimaskóla í efsta sæti með 10 vinninga af 12 mögulegum. Norðurlandamótið fer fram í bænum Hokksund í Noregi og sterk skáksveit Rimaskóla á titil að verja. Skáksveitina skipa Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannessoni, Jón Trausti Harðarson, Nansý Davíðsdóttir og Kristófer Jóel Jóhannesson, Sveitin fór hægt af stað og gerði jafntefli við dönsku meistarana í 1. umferð en tóku síðan rækilega við sér og unnu finnsku og norsku sveitirnar báðar 4- 0 í annarri og þriðju umferð.
Í 2. sæti er skáksveit Mälarhöjdens skola frá Svíþjóð en þessar tvær sveitir mætast í lokaumferðinni á morgun.
Liðsstjóri skáksveitar Rimaskóla er Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður í skák og fararstjóri er Helgi Árnason skólastjóri.

Skáksveit Rimaskóla sem teflir á NM grunnskóla í Noregi nú um helgina. F.v. Jón Trausti Harðarson, Dagur Ragnarsson, Kristófer Jóel Jóhannesson, Oliver Aron Jóhannesson og Nansý Davíðsdóttir

Nansý Davíðsdóttir og Jón Trausti Harðarson tefla með skáksveit Rimaskóla sem er í efsta sæti á Norðurlandamóti grunnskóla þegar mótið er rúmlega hálfnað