Rimaskólastúlkur Íslandsmeistarar í skák fjórða árið í röð

RimaskólastelpurA sveit Rimaskóla sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki í skák sem fram fór um helgina í Rimaskóla. Þetta er í tíunda skipti sem skólinn vinnur keppnina á síðustu tólf árum og nú í fjórða skipti í röð. Sigurinn í ár var þó verulega tæpur en aðeins munaði hálfum vinningi á Rimaskóla og Álfhólsskóla í Kópavogi sem varð í öðru sæti. Mjög litlu munaði að skólarnir yrðu jafnir og þá hefði komið til aukakeppi.

Fyrir síðustu umferð hafði Rimaskólasveitin eins vinnings forskot og lokasetan því æsispennandi. Íslandsmeistarar Rimaskóla 2014 eru Nansý Davíðsdóttir 6-EHE, Heiðrún Anna Hauksdóttir 7-GÍA, Tinna Sif Aðalsteinsdóttir 6-ER og Ásdís Birna Þórarinsdóttir 6-ER. Þær Nansý á 1. borði og Ásdís Birna á 4. borði hlutu svokölluð borðaverðlaun en þær unnu örugglega allar sínar skákir. Í B – sveit Rimaskóla voru Guðrún Margrét 7-GÍA, Tinna Björk og Dóra í 8-GH og Huldís í 5-BB.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.