Pílagrímamessa á Nónholti 17. júlí kl. 11:00

Hin árlega sumarguðsþjónusta verður á Nónholti 17. júli kl. 11:00. Í ár er það Grafarholtssöfnuður sem annast þjónustuna. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nónholt með nokkrum stoppum á leiðinni. Á sama tíma verður boðið upp á messuhlaup fyrir áhugasöm frá kirkjunni og að Nónholti. Hlaupið er um 3. km.

Séra Sigurður Grétar Helgason annast gönguna og séra Guðrún Karls Helgudóttir hleypur með þeim sem vilja.
Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fötluðum verður veitt aðstoð við að komast á staðinn.

Að guðsþjónustu lokinni verða veitingar í boði.

Velkomin öll!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.