Jazz í hádeginu | Sólartónar frá Brasilíu kl 13.00-14.000 laugardaginn 17.sept.
Fiðlu og Básúnuleikarinn Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir hefur sérhæft sig í heimstónlist og býður hér uppá dagskrá þar sem tónlistarstílarnir choro og samba leika aðalhlutverkið.
Choro tónlistarstílllinn kemur upphaflega frá Rio de Janeiro en er jafnframt spilaður út um alla Brasilíu við miklar vinsældir. Hljómar og laglínur stílsins eiga rætur sínar að rekja til evrópskra dansa sem Portúgalir og aðrir Evrópubúar fluttu með sér en sjóðheitur takturinn kemur úr trúarbragðatónlist og slagverkshefð Afríkuríkja sem barst til Brasilíu með þrælahaldi Portúgala. Choro er saminn í rondo formi eða ABACA og er laglínan oftast leikin á flautu, klarinett eða annað laglínuhljóðfæri við undirleik sjöstrengja gítars, cavaquinho sem er nokkurskonars stálstrengja ukulele og pandeiro, aðal slagverkshljóðfæris choro stílsins en hljóðfærinu má líkja við tamborínu með strekktu skinni sem leikið er á með lófa slagverksleikaranns.
Einn þekktasti choro utan Brasilíu sem flestir kannast við er Tico tico no Fubá, sem söngkonan Carmen Miranda gerði vinsælt. Sögnin chorar á portúgölsku þýðir að gráta og því choro eða chorinho lauslega þýtt sem stuttlegt harmaljóð enda laglínurnar hádramatískar, ef sungnar um vonlausar ástir en undirniðri sýður óstöðvandi ritminn á pandeiro-inu. Samba stílinn kannast heimsbyggðin mun betur við og er hann og choro náskildir, choro er þó mun lágstemdari en samban þróttmeiri og ætluð til dans. Á tónleikunum verða flutt nokkur lög í choro og samba stíl eftir aðal höfunda stílanna svo sem Pixinguihna og Nelson Cavaquinho.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.