Í tilefni af Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni UNESCO ár er tilkynnt hvaða skólar séu formlegir Menningarmótsskólar. Sjö skólar eru menningarmótsskólar í Reykjavík.
Þetta skólaárið voru það eftirfarandi skólar:
Leikskólinn Rofaborg, Leikskólinn Hólaborg, Leikskólinn Árborg, Leikskólinn Laugasól, Ingunnarskóli, Háteigsskóli og Landakotsskóli.
Verkefnið Menningarmót – fljúgandi teppi hefur verið innleitt í fjölmörgum leik -, grunn – og framhaldsskólum í Reykjavík frá árinu 2008 og er víða orðið hluti skólastarfsins. Styrkleikar og fjölbreyttir menningarheimar nemenda eru í forgrunni í þessu fjölmenningarlega verkefni Borgarbókasafns. Allir skólar geta tekið þátt í að þróa verkefnið og orðið formlegir Menningarmótsskólar að vori til. Hvernig hægt er að koma í hóp Menningarmótsskóla.
Menningarmót bjóða uppá gagnvirkt samstarf við foreldra sem eru ávallt mjög áhugasamir og virkir þátttakendur með börnum sínum. Aðferðin hefur nýst í vinnu með sjálfsmynd barna í leikskólum, samfélagsfræði, íslensku, tónlistar- og leiklistarkennslu í grunnskólum og lífsleikni í grunn- og framhaldsskólum og íslensku sem öðru tungumáli á fullorðinsstiginu. Meðal markmiða verkefnisins er að þátttakendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu öllu.
Á vefnum www.menningarmot.is sem var opnaður nýlega má finna margvíslegar upplýsingar um hvernig nota má Menningarmótin í kennslu og skólastarfi allt frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Vefurinn er einnig samráðsvettvangur fyrir hugmyndir og nýjar leiðir sem verða til í skólunum í tengslum við verkefnið og byggir hann á samstarfi höfundans og skóla – og frístundasviðs Reykjavíkur. Menningarmótsverkefnið samræmist stefnu borgarinnar um fjölmenningarlegt skólastarf. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og verkefnastjóri fjölmenningar í Borgarbókasafninu, er höfundur Menningarmótsins og hefur þróað verkefnið í kennslu bæði í Danmörku og á Íslandi.