Leikskólinn Klettaborg í Grafarvogi fagnaði aldarfjórðungsafmæli í gær með útihátíð og grillveislu.
Afmælishátíðin hófst strax fyrir hádegi í Klettaborg og stendur hún í allan dag. Foreldrafélagið býður börnum í hoppukastala enda veður til að njóta útivistar. Í hádeginu fengu börnin grillaðar pylsur sem þau borðuðu úti í góða veðrinu. kl. 15.00 var fjölskyldum barnanna boðið til afmælishátíðar, en þá sýndu börnin dans og kórinn söng síðan fengu allir afmælisköku.