Kæru Grafarvogsbúar

Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu þá hafa heimaleikjakort knattspyrnudeildar fyrir sumarið verið sett í sölu snemma.Við biðjum stuðningsfólk okkar að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti núna strax, jafnvel þótt þið komist ekki á alla leikina. Ástæðan fyrir því er einföld en það hefur skrúfast fyrir tekjustreymið sökum Covid-19. Vinsamlega kaupið með einföldum hætti inni á vefverslun félagsins hér: https://fjolnir.felog.is/verslun

Í boði eru þrjár tegundir:-Gullkort / 25.000 kr.-Árskort / 15.000 kr.-Ungmennakort (nýjung) / 4.900 kr.

Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis og verða afhent á fyrsta heimaleik eða á skrifstofu Fjölnis á opnunartíma.

Samstaða er lykilatriði.

Eins og allir vita þá eru uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum. Knattspyrnudeild Fjölnis snertir líf þúsunda í Grafarvogi á jákvæðan hátt.

Takk fyrir þinn stuðning – hann skiptir máli!

www.fjolnir.is/arskort

#FélagiðOkkar


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.