Þrjú félög voru dregin út með slembiúrtaki á fundi mannréttindaráðs 22. september 2015: Fjölnir, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Þróttur. Settur var á fót vinnuhópur til að sjá um úttektina og í honum áttu sæti starfsfólk frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkur (ÍTR) og Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR). Úttektin var svo unnin í samvinnu við fulltrúa frá íþróttafélögunum þremur og efni hennar kynnt á fundi með þeim þann 27. janúar 2016.
Úttektin byggist í fyrsta lagi á svörum við spurningalista sem sendur var til íþróttafélaganna. Svör bárust frá félögunum í mars 2016 og miða tölur um kynjahlutföll í stjórnum o.fl. við þau svör. Í öðru lagi var byggt á upplýsingum um kynjahlutföll iðkenda hjá íþróttafélögunum, 6-18 ára, samkvæmt skráningu árið 2015. Í þriðja lagi voru vefsíður félaganna skoðaðar. Ekki var unnt að greina skiptingu fjármagns eftir kyni í þessari úttekt og eru ástæður þess raktar á bls. 21.
Hægt er að lesa skýrsluna hérna…..