Hverfissjóður Reykjavíkurborgar

Styrkumsóknir 2019

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. (See english below)

Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem að stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

  • Eflingu félagsauðs, samstöðu og samvinnu íbúa
  • Fegrun hverfa
  • Auknu öryggi
  • Auðgun mannlífs

Sjóðurinn skal styrkja hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum. Sjá nánar hvernig hverfin skiptast hér.

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2019 er kr. 20.000.000 sem skiptist á milli hverfa borgarinnar.

Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Mannréttinda – og lýðræðisskrifstofa annast úthlutun þar til íbúaráðin taka til starfa að nýju. 

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um er mikilvægt er að kynna sér úthlutunarreglur Hverfissjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki.

Hægt er að sækja um styrki úr sjóðnum allt árið um kring. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.

Við mat á umsóknum eru úthlutunarreglur Hverfissjóðs, styrkjareglur Reykjavíkurborgar sem og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafðar til hliðsjónar. Rétt er að taka það fram að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á, ef umsókn berst eftir að viðburður hefur farið fram.  

Styrkir úr sjóðnum eru afgreiddir eftir að samningar um styrkveitingu hafa verið undirritaðir og gegn framvísun fjárhagsáætlunar vegna þess verkefnis sem styrkurinn er veittur til. Styrkirnir eru greiddir út í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins.

English:

Reykjavik City District Grants

Want to beautify your neighbourhood, increase social interaction or enhance its security?

You can now apply for funding from the Reykjavík City District Fund all year round.

The purpose of the fund is to support projects that contribute to the following aspects of the city’s neighbourhoods:

· Strengthening the social capital, solidarity and cooperation of residents

· Beautification

· Increased security

· Enrichment of human life

The Fund shall support local, non-governmental organizations, residents and others wishing to contribute and promote neighbourhood-related projects and / or events with the above objectives in mind. You can apply for grants for projects in one or more neighbourhoods. See how the neighbourhoods are divided here. See: Map of neighbourhoods.

The total amount of grants for the year 2019 is ISK. 20,000,000 divided between the districts of the city.

The decision of what projects will receive grants is made by the Citizen’s Council. The Human Rights and Democracy Office will be responsible for the allocation until the Citizen’s Council begins operating.

Before applying, it is important to study the allocation rules of the District Fund as well as the Reykjavik’s rules regarding grants. You can apply for grants from the fund all year round. Only applications that meet the requirements stipulated by the City of Reykjavik and follow the Reykjavik Human Right’s Policy are considered. Currently the rules are only available in Icelandic.

The application form in the link is in Icelandic/English. If you have any questions contact us with mail at  hverfissjodur@reykjavik.is.



Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.