Sem fyrr eru íbúar, félög og fyrirtæki hvött til að draga fána að húni á Grafarvogsdaginn og að skreyta hús sín og hýbýli í einkennislitum hvers hverfis. Þessir litir eru þeir sömu og undanfarin ár og er litaskipting hverfanna eftirfarandi:
Borgarhverfi – blár
Engjahverfi – bleikur
Foldahverfi – grænn
Hamrahverfi – vínrauður
Húsahverfi – appelsínugulur
Staðahverfi – fjólublár
Rimahverfi – gulur
Víkurhverfi – rauður
Sérstök dómnefnd mun fara um hverfið, taka myndir og skera svo úr um það hvaða hverfi skartar sínu besta. Tökum öll þátt og leggjum okkar af mörkum til að gera daginn sem glæsilegastan úr garði!