Hvað vilt þú að verði gert á næsta ári?

Í dag var opnað fyrir innsetningu á nýjum hugmyndum fyrir verkefni Betri hverfa 2015 og er hægt að skila inn hugmyndum í einn mánuð eða til 7. nóvember.  Slóðin er einfaldlega www.betrireykjavik.is.

Betri hverfi 2015 er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar.

Hvað var gert á þessu ári?

Alls voru 78 verkefni kosin til framkvæmda í hverfakosningum. Íbúar sendu hins vegar inn  400 hugmyndir á vefinn Betri Reykjavík.  Framkvæmdum við flest þessara verkefna er lokið eða þau eru á lokasprettinum. Nokkur stærri verkefni eru enn á undirbúningsstigi, þ.á.m. er leikvöllur á Klambratúni, stígur á milli Laugardalslaugar og tjaldsvæðisins í Laugardal og ævintýragarður í Gufunesi.

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.