Kiwanismenn úr Höfða, Grafarvogi og Eimskip efna til sannkallaðrar “hjálmaveislu” sumardaginn fyrsta þann 23. apríl n.k. þar sem þeir færa um 250 börnum í 1. bekk grunnskóla Grafarvogs reiðhjólahjálm að gjöf.
Afendingin fer fram á plani Olís við Gullinbrú og hefst kl. 10 og þar verður ýmislegt gert til skemmtunar m.a. dregið úr happadrættismiðum, þar sem heppinn fær reiðhjól að gjöf og fleira.
Kiwanismenn hafa gefið 1. bekkingum í grunnskólum Grafarvogs reiðhjólahjálma allt frá árinu 2000 í góðri samvinnu við grunnskóla Grafarvogs, en nú hafa borgaryfirvöld tekið fyrir slíka afhendingu í skólum borgarinnar og hafa Kiwanismenn því þurft að leita annarra leiða til að koma þessu mjög svo þarfa öryggistæki til barnanna.
Kiwanismenn munu njóta aðstoðar Olís og Foreldrafélaga grunnskóla Grafarvogs við afhendinguna.
Sjáumst vonandi sem allra flest ásamt foreldrum barnanna þann 23. apríl n.k.
Þar sem rýmið á plani Olís er ekki mikið er óskað eftir því að foreldrar skilji bíla sína eftir heima ef það er mögulegt
Kiwanisfélagar úr Höfða, Grafarvogi