Menningarnótt verður haldin í 21. skipti laugardaginn 20. ágúst.
Dagskrá hennar er nú fullmótuð og nýbirt á vefnum menningarnott.is.
Menningarnótt verður haldin í 21. skipti laugardaginn 20. ágúst. Þá fylla stórir og smáir viðburðir götur og torg miðborgarinnar, húsasund, garða, gallerí, verslanir, menningarstofnanir og heimahús. Dagskrá hennar er nú fullmótuð og nýbirt á vefnum menningarnott.is. Á heimasíðunni er hægt að kynna sér glæsilega dagskrá Menningarnætur, hvernig best er að komast í bæinn og heim aftur. En skemmtilegt er að segja frá því að frítt verður í strætó á Menningarnótt, sem er heppilegt vegna þess að akstur verður ekki leyfður í miðborginni þennan dag.
Kíktu á menningarnott.is!