Heilsugæslan er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknir & greiningu um:

Heilsugæslan

Kæra foreldri/forráðamaður
Heilsugæslan er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknir & greiningu um:
Lifecourse rannsóknina sem kannar áhrif félags- og líffræðilegra þátta á hegðun og líðan unglinga
Hér að neðan er stutt lýsing á helstu þáttum rannsóknarinnar en í viðhengi eru ítarlegri upplýsingar.
Þetta bréf er sent til foreldra sem þegar hafa samþykkt þátttöku í rannsókninni á fyrri stigum. Nú óskum við eftir samþykki þínu fyrir þátttöku barns þíns í síðasta hluta rannsóknarinnar.

Við biðjum þig að kynna þér meðfylgjandi efni vel. Kjósir þú að veita samþykki, gefur þú samþykki þitt með því að opna hlekk efst í kynningarbæklingnum merktur ,,Skrá þátttöku“ og skrá þar nafn og kennitölu barns þíns. Einnig má smella á þennan hlekk: https://www.surveymonkey.com/r/lifecourse2019 eða svara þessum pósti með upplýsingum um nafn og kennitölu barnsins.

Stutt lýsing á LIFECOURSE rannsókninni
Markmið rannsóknarinnar er að bæta líf barna og ungmenna samhliða því að auka skilning okkar á því hvernig umhverfi og líkamlegir þættir hafa áhrif á hegðun, heilsu og líðan barnanna okkar, m.a kvíða og þunglyndi á unglingsárum. Sjá nánar í viðhengi.

Upplýsingar um framkvæmd
Lífsýnum með stroku úr kinn verður safnað í samstarfi við skólahjúkrunarfræðing og niðurstöður skoðaðar í tengslum við upplýsingar úr gagnagrunnum sem m.a. tengjast heilsu, félags- og menntaþáttum unglinganna. Framkvæmd rannsóknarinnar er í höndum vísindafólks við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknir & greiningu. Þátttakendum er frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er án ástæðu, skýringa eða afleiðinga. Sjá nánar í viðhengi.

Ósk um samþykki vegna þátttöku
Samþykkisyfirlýsing er send foreldrum og forráðamönnum allra væntanlegra þátttakenda. Hægt er að samþykkja rannsóknina á eftirfarandi vegu:
1. Með því að svara þessum tölvupósti eða smella á hlekkinn að neðan og skrá þátttöku
eða
2. Með því að fylla út og senda meðfylgjandi eyðublað til Háskólans í Reykjavík merkt LIFECOURSE rannsókninni eða skólahjúkrunarfræðings í skóla barnsins.

Rafrænt samþykkisform má finna hér: https://www.surveymonkey.com/r/lifecourse2019


Sigríður Ósk Einarsdóttir
Rimaskóli
sent úr Mentor.is

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.