Nemendur í 1. – 7. bekk Rimaskóla áttu saman góða stund í Grafarvogskirkju þegar hin árlega heimsókn í kirkjuna var farin á fögrum vetrarmorgni. Jólin eru í nálægð og fjölmargir nemendur skólans fluttu glæsileg tónlistar-og söngatrið auk upplesturs. Inn á milli atriða sungu allir krakkarnir saman uppáhaldsjólalögin sín sem þau hafa verið að æfa undir stjórn Rakelar Maríu tónmenntakennara.
Tóku krakkarnir hraustlega undir í viðlaginu „Jólin hér, jólin þar, jólin þau eru alls staðar“ og englaraddir þeirra ómuðu um kirkjuna þegar jólalag Rimaskóla, „Guð verndar og vakir“ var sungið í lok dagskrárinnar. Nemendur Rimaskóla sem fylltu alla bekki kirkjunnar stóðu sig afar vel í heimsókninni og voru skólanum sínum og kennurum til mikils sóma.
Það var sóknarpresturinn okkar Sr. Vigfús Þór Ingvarsson sem tók á móti Rimaskólakrökkum en dagskránni stjórnaði skólastjórinn Helgi Árnason.
Skoða myndir frá heimsókninni hér….