Þriðjudaginn 22. ágúst verða grunnskólar borgarinnar settir og hefja þá hátt í fimmtán þúsund börn skólastarf.
Rösklega 1.350 börn hefja nám í 1. bekk grunnskólanna á þessu hausti en alls verða nemendur í borgarreknu skólunum um 14.000 á skólaárinu 2017-2018. Nemendur í sjö sjálfstætt reknum grunnskólum eru tæplega sjö hundruð.
Nánari upplýsingar um tímasetningu skólasetninga hjá einstökum skólum eru á heimasíðum þeirra.
Í upphafi skólaárs má jafnframt minna ökumenn á að sýna aðgát í umferðinni þegar ungum vegfarendum fjölgar á ferð í og úr skólanum.