Borgarbókasafnið í Spönginni stendur fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa Grafarvogs. Keppnin er fyrir fólk á öllum aldri, það eina sem þú þarft er myndavél af einhverju tagi, hvort sem það er myndavél í símanum, í spjaldtölvunni eða myndavél upp á gamla mátann.
Taktu mynd einhvers staðar í Grafarvogi og sendu okkur á netfangið spongin@borgarbokasafn.is.
Hver þátttakandi má senda inn fimm myndir. Myndirnar mega vera svarthvítar eða í lit, af skrýtnum/fallegum/
Skilafrestur er til 14. maí, en 1. júní verður tilkynnt um verðlaunahafa og opnuð sýning á innsendum ljósmyndum á Borgarbókasafninu Menningarhúsi Spönginni.
Hvernig er þinn Grafarvogur?