Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur – Íbúasamráðsfundur 25.okt kl 19.30-21.30 í Dalskóla

Kæru íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarársdal!
Innilega velkomin á samráðsfund um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar.

Um þessar mundir er stýrihópur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar að störfum með það fyrir augum að yfirfara og styrkja íbúasamráð hverfanna, sem hingað til hafa gengið undir nafninu hverfisráð.

Í tengslum við vinnuna verða haldnir samráðsfundir með hagsmunaaðilum og íbúum í hverfum borgarinnar. Fundur með Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er þriðji fundur þessarar fundarraðar, og verður haldinn í Dalskóla Úlfarsbraut118-120, 113 Reykjavík
Yfirstandandi vinna verður kynnt stuttlega áður en opnað verður fyrir umræður um hvernig samráði skuli háttað og hlutverk ráðanna.

Allar hugmyndir og athugasemdir vel þegnar!

Stýrihópurinn styðst við eftirfarandi gögn sem vert er fyrir áhugasama að kynna sér fyrir fundinn:

Skýrsla um framtíðarsýn hverfisráða 2021 https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/framtidarsyn_hverfisrada_2021.pdf

Skýrsla Þjónustumiðstöðvar og hverfisráð: úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar 2016. https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/uttekt_innri_endurskodunar_reykjavikurborgar_a_thjonustumidstodvum_og_hverfisradum_2016.pdf

Bestu kveðjur,
fulltrúar í stýrihóp um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Þorkell Heiðarsson
Gunnlaugur Bragi Björnsson
Örn Þórðarson
Daníel Örn Arnarsson

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.