Fjölmenni á Miðgarðsmótinu. Strákarnir í 7. bekk sigruðu 3. árið í röð
Miðgarður þjónustumiðstöð og Skákdeild Fjölnis sem halda skákskólamótið árlega og var þetta 13. árið í röð sem Miðgarðsmótið fer fram. Skákstjórar voru þau Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Sara Ósk verkefnisstjóri Miðgarðs ásamt liðstjórum frá skólunum sem hjálpuðu til. Boðið var upp á ávaxtadrykk og ávexti í skákhléi.
Fimm efstu skáksveitirnar fengu í verðlaun bíómiða í Sam-bíóin í boði Landsbankans. Þrjár efstu sveitirnar hlutu verðlaunapeninga, gull, silfur og brons.
Keppt er um vinninga og verðlaunagrip sem sigursveitin vinnur. Það hefur komið í hlut Rimaskóla að sigra mótið alveg frá upphafi.
Lokastaðan í riðlakeppninni.
- Rimaskóli A sveit 28 vinninga
- Rimaskóli ungl.sveit 25
- Foldaskóli A sveit 24,5
- Kelduskóli 21
- Rimaskóli B sveit 20,5
- Rimaskóli C (stúlkur) sveit 18
- Húsaskóli A 13
- Rimaskóli D sveit 9
- Foldaskóli B sveit 8
- Húsaskóli B sveit 6
- Vættaskóli 5
- Húsaskóli C sveit 2