Hátíðarhöld verða í öllum hverfum Reykjavíkur í tilefni af sumardeginum fyrsta. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þ. á. m. skrúðgöngur, dans- og söngatriði, hoppukastala, andlitsmálun, dýrablessun og víkingaskylmingar.
Ráðhúsið verður með fjölbreytta dagskrá í tilefni af Barnamenningarhátíð þar sem boðið verður upp á myndlistarsýningar, tónlistaatriði, smiðjur og ýmsar uppákomur. Einnig verður spennandi dagskrá á barnaleiklistahátíðinni UNGI í Tjarnarbíó. Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum barnamenningarhatid.is.
Dagskrá í hverfum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta sjá hérna…
Grafarvogur
Kl. 11 Skrúðganga úr Spönginni í Rimaskóla, Rósarima 11, þar sem fjölbreytt dagskrá
verður inni og úti ásamt kynningum á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis og fleiri aðila.
Kl. 14 Skákmót í Rimaskóla.
Kl. 11 Skrúðganga úr Spönginni í Rimaskóla, Rósarima 11, þar sem fjölbreytt dagskrá
verður inni og úti ásamt kynningum á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis og fleiri aðila.
Kl. 14 Skákmót í Rimaskóla.