Haldinn verður sérstakur fundur í Grafarvogi vegna Barnamenningarhátíðar 2015. Listafólki, fulltrúum menningarstofnana, fyrirtækja, bókasafns, listaskóla, leikskóla, grunnskóla og frístuamiðstöðva á svæðinu er boðið á fundinn til að stilla saman strengi og finna samstarfsaðila, þar sem það á við.
Á fundinum verður farið yfir mikilvægar dagsetningar, kynntar leiðir til þátttöku og umsóknir um framlög til viðburða Fundurinn fer fram 7. janúar klukkan 15.30 -16:30 í Hlöðunni í Gufunesbæ.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður haldin í 19. – 24. apríl 2016.
Ef þú hefur hug á að koma á undirbúningsfundinn biðjum við þig að skrá þig hér (ýtið á ctrl og smellið á „hér“).
Allir velkomnir.
Þóra Melsted
Deildarstjóri barnastarfs
Frístundamiðstöðin Gufunesbær
V/Gufunesveg112 Reykjavík
s. 411-5600