Viltu læra á gítar? Þá er námskeiðið Frosttónar kjörið fyrir þig!
Laugardaginn 13. janúar leika tveir nemendur Frosttóna, Hrafnkell Haraldsson og Petra María Ingvaldsdóttir, létta og hugljúfa gítartónlist allt frá miðöldum til dagsins í dag, á Borgarbókasafninu Spönginni, kl. 14:30. Hrafnkell og Petra María hafa stundað gítarnám í nokkur ár í Frosttónum, hjá Erni Viðari Erlendssyni.
Stutt kynning verður á þróun gítartónlistar frá miðöldum ef tími gefst.
Auk þessa að hlusta á fallega gítartónlist geta hlustendur lagt fram spurningar um gítarinn og námskeiðið Frosttóna, meira um það hér Gítarnámskeið – Frosttónar.
Verið öll velkomin!