Frábær sigur á Leikni í loka leik fyrri umferðar

 

image

,Það var mikið vinnuframlag í dag og þetta var frábær sigur,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur liðsins á Leikni R. í kvöld.

Skemmtanagildið var ekki hátt í leiknum í kvöld en afar fá færi litu dagsins ljós.

,,Það hafa oft verið markasúpur á móti Leikni en þetta er engu að síðu góður sigur. Þetta var barningur og læti. Bæði lið seldu sig dýrt og spiluðu varnarleikinn mjög vel. Þeir sem hafa vit á fótbolta fengu góðan varnarleik.“

Fjölnismenn hafa verið á fínni siglingu að undanförnu og eru nú í fjórða sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun í sumar.

,,Menn eru búnir að taka meiri ábyrgð. Við erum búnir að breyta taktíkinni smá og strákarnir smellpassa inn í þetta.“

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/16-07-2013/gusti-gylfa-their-sem-hafa-vit-a-fotbolta-fengu-godan-varnarleik#ixzz2ZFuexSMy

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.