Foreldradagur Heimilis og skóla föstudaginn 27.nóvember 2020

Heimili og skóli

Í ljósi aðstæðna verður Foreldradagur Heimilis og skóla með öðru sniði þetta árið og boðið verður upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember nk. fyrir ykkur til að horfa þegar hentar. Við fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara sem hafa sett saman fyrir okkur stutt erindi um áhugaverð og aðkallandi málefni sem nýtast ekki hvað síst nú á krefjandi tímum farsóttar. Erindin verða gerð aðgengileg á youtube- og facebooksíðum Heimilis og skóla og SAFT á Foreldradeginum, föstudaginn 27. nóvember nk. en hægt verður að horfa á þau þegar hentar frá og með þeim degi.

Hér er tengill á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/events/808995876620937

Þið megið gjarnan auglýsa daginn fyrir okkur í ykkar hópi.

FORELDRADAGURINN Á NETINU 2020 – DAGSKRÁ

Ný áhugaverð rafræn erindi fyrir foreldra í boði frá og með 27. nóvember nk.

UM ÁBYRGA NETHEGÐUN OG PERSÓNUVERND BARNA

Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd

STUÐLAÐ AÐ AUKINNI VELLÍÐAN OG SEIGLU UNGMENNA

Unnur Björk Arnfjörð, verkefnastýra UPRIGHT verkefnisins

STAFRÆN BORGARAVITUND FORELDRA

Sigurður Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

Bestu kveðjur f.h. Heimili og skóla teymisins,

Hildur Halldórsdóttir

________________________________

Hildur Halldórsdóttir

Verkefnastýra / Project Manager

Heimili og skóli – landssamtök foreldra

Suðurlandsbraut 24, 2.hæð, 108 Reykjavík

Sími: 516 0100

Netfang: hildur@heimiliogskoli.is

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.