Ungmennafélagið Fjölnir verður með fjölbreytt úrval af sumarnámskeiðum í sumar, skráningar á námskeiðin eru hafnar og ganga vel.
Í sumar bjóðum við upp á samstarf við tvö Frístundaheimili, fótboltinn og fimleikarnir í Brosbæ (Vættaskóla Engi) handboltinn og karfan í Kastala (Húsaskóla). Hvert námskeið er í viku og eru þau allan daginn frá klukkan 8:30 til 16:30 með heitum mat í hádeginu, boðið er upp á gæslu frá 8:00 – 8:30 og 16:30 – 17:00 sjá upplýsingar um vikur, verð og skráningar í skjölum í viðhengi.
Sundnámskeið fyrir 4 – 10 ára í Grafarvogslaug, hvert námskeið er í tvær vikur. Sjá upplýsingar um vikur, verð og skráningar í skjölum í viðhengi.
Fótboltafjör – hinn árlegi sumar knattspyrnuskóli er á sínum stað. Sjá upplýsingar um vikur, verð og skráningar í skjölum í viðhengi.
Körfuboltaakademía fyrir 10 ára og eldri. Sjá upplýsingar um vikur, verð og skráningar í skjölum í viðhengi.
Kær kveðja,
Málfríður Sigurhansdóttir
Íþrótta- og félagsmálastjóri
Ungmennafélagsins Fjölni