Fjölnir tapaði stórt fyrir FH í viðureign liðann í 17. Umferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í kvöld. Fyrri hálfleikur var markalaus en í þeim síðari tóku heimamenn í FH öll völd á vellinum og tryggðu sér að lokum stórsigur, 4-0.
Staða Fjölnismanna í deildinni er mjög erfið en eftir tapið kvöld eru Grafarvogspiltar í næsta neðsta sæti deildarinnar með 16 stig en Þór sem er í neðsta sætinu með 9 stiga tapaði á Akureyri í kvöld fyrir Víking, 0-1. Framarar unnu hins vegar góðan sigur suður með sjó en liðið lagði Keflvíkinga, 2-4, og hafði fyrir vikið sætaskipti við Fjölni. Framarar hafa 18 stig í deildinni.