Fjölnir sigraði ÍBV 1:0 á Fjölnisvelli í fyrsta leik umferðarinnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en spilað var í sól og blíðu.
Fjölnismenn voru töluvert beittari í fyrri hálfleik en þeir Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson voru í því að ógna marki Eyjamanna.
Gestirnir voru einfaldlega ekki klárir í fyrstu umferð deildarinnar, en liðinu tókst þó að halda út hálfleikinn.
Þórir Guðjónsson kom Fjölnismönnum verðskuldað yfir á 49. mínútu leiksins. Hann slapp í gegnum vörn Eyjamanna og kláraði af yfirvegun framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni í markinu.
Aron Sigurðarson fékk gullið tækifæri til að bæta við öðru marki stuttu síðar er hann átti skot í þverslá, en boltinn hafði þá viðkomu af varnarmanni Fjölnis.
Fjölnir bar því sigur úr býtum í kvöld 1:0, en liðið er því með þrjú stig eftir fyrstu umferð.Næsti leikur er gegn Fylki 11. maí næstkomandi.
[su_button url=“https://www.facebook.com/pages/Grafarvogsb%C3%BAar/111119802396520?ref=hl“]Fleiri myndir…….[/su_button]