Fjölnir með sigur á móti Mílan

DSC_1126 1Leikur Fjölnis og Mílunnar fór fram í Grafarvoginum í kvöld og það var fyrirfram búist við hörkuleik. Fyrir leikinn voru Mílan menn aðeins búnir að ná í eitt stig gegnum jafntefli og voru án sigurs í næst neðsta sæti. Heimamenn í 5. sætinu með 6 stig og gátu með sigri sett sig við hlið Hamranna í 4 sæti. Mílan menn náðu að halda í við Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en leiðir skildu svo í þeim seinni.

Fjölnir 28-23 Mílan (15-12)

Gestirnir komust yfir 0-1 og sú forysta varði ekki lengi, heimamenn áallt skrefinu á undan og með flottri markvörslu hjá Ingvari markverði þeirra og góðum varnarleik á köflum voru þeir ávallt 3-4 mörkum yfir. Staðan í hálfleik 15-12 .
Sú forysta hélst áfram fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik og þegar 40 mínútur voru liðnar var munurinn 4 mörk 19-14 og Fjölnis liðið að auka muninn jafnt og þétt. Mílan gekk erfiðlega að finna leið gegnum varnarmúr Fjölnis og áfram hélt Ingvar markmaður að vera þeim erfiður.

Munurinn jóks og varð að 6 mörkum 21-15 árétt um miðbik hálfleiksins og Mílan menn hóuðu í leikhlé enda lítið að ganga upp hjá þeim sóknarlega. Brynjar Loftsson búinn að finna sig vel í þessum leik hjá Fjölni og gerði sitt 9 mark á 50. mínútu og hélt muninum áfram í 5 mörkum. Það var í raun aldrei spurning þegar leið á seinni hálfleikinn hvort liðið færi með stigin tvo með sér úr þessari viðureign,

 

DSC_1190 1Mílan menn settu svo mann mann í vesti á lokamínútunum, en allt kom fyrir ekki heimamenn í Fjölni með sanngjarnan og sannfærandi sigur 28-23.

Mörk Fjölnir:  Brynjar Loftsson 11, Kriergur Snorrason 3, Breki Dagsson 3, Bjarni Ólafsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Unnar Arnarsson 2, Björgvin Rúnarsson 1.
Mörk  Mílan:  Atli Kristinsson 6, Ívar Grétarsson 6, Atli Marel Vokes 5, Óskar Pétursson 2, Eyþór Jónsson 1, Invi Tryggvason 1, Björn Freyr Gísalson 1.

 

 

 

DSC_1215 1 DSC_1198 1 DSC_1186 1 DSC_1172 1 DSC_1154 1 DSC_1144 1 DSC_1143 1 DSC_1127 1 DSC_1124 1 DSC_1116 1 DSC_1113 1 DSC_1102 1 DSC_1190 1 DSC_1075 1

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.