Fjölnir tyllti sér í kvöld í efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik þegar liðið lagði ÍR að velli, 27-25, í Dalhúsum í Grafarvogi. Fjölnir hefur unnið alla leiki sína mótinu til þessa en þremur umferðum er lokið.
Gestirnir úr Breiðholtinu voru með yfirhöndina fram af en í hálfleik var staðan, 11-15, fyrir ÍR. Þeir voru síðan með yfirhöndina fram eftir síðari hálfleik en Fjölni tókst að jafna metin, 25-25, og bæta síðan tveimur mörkum við áður en yfir lauk.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði Fjölnis og Breki Dagsson skoraði fjögur mörk.
Næsti leikur Fjölnis er á Akureyri á föstudagskvöldið þegar Hamrarnir taka á móti Grafarvogsliðinu.