Fjölnir mætir Breiðablik í Mfl karla í körfubolta

Fjölnir - Breiðablik

Fjölnir – Breiðablik

Næstkomandi föstudag kl 19.15 er komið að fyrsta leik í undanúrslitum 1.deildar karla. Fjölnisstrákarnir taka á móti Breiðablik í Dalhúsum og má búast við hörku leik. Það lið sem fyrst vinnur tvo leiki kemst áfram í úrslitin um að komast upp.

Fjölnir á heima í efstu deild karla og þangað viljum við fara. Stuðningur úr stúkunni er mikilvægari en nokkru sinni fyrr og ef við stöndum öll saman þá förum við upp!

Hamborgarar verða til sölu frá kl. 18.00 í hátíðarsal Dalhúsa á 2.hæð! Um að gera að koma fyrr og fá sér eins og einn borgara og styðja svo strákana til sigurs!

Sjáumst á föstudag kl. 19.15 í Dalhúsum!

Áfram Fjölnir

Körfuboltakveðja, stjórn körfuknattleiksdeildar.

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.