Fjölnir – Breiðablik – Oddaleikur

 

Fjölnir karfa

Fjölnir karfa

Nú er það að duga eða drepast fyrir Fjölnisstrákana!

Oddaleikurinn í einvíginu á móti Breiðablik verður næstkomandi miðvikudag kl. 19.15 í Dalhúsum!! Það lið sem vinnur leikinn kemst áfram í úrslitin um að komast upp í úrvalsdeild.

Stuðningurinn er búin að vera flottur í síðustu leikjum en við viljum gera ennþá betur og er stuðningur úr stúkunni gríðarlega mikilvægur í þessum leik!

Þess vegna viljum við fá alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að styðja við bakið á strákunum og hjálpa þeim að komast í úrslitin og auka þá líkurnar á að komast upp í úrvalsdeild fyrir næsta tímabil!!

Ekki skemmir fyrir að hafa stúkuna gula og því væri gaman ef allir mættu í gulu!!

Sjáumst hress og kát og tilbúin í baráttuna á miðvikudaginn kl. 19.15 í Dalhúsum!!

ÁFRAM FJÖLNIR!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.