Miðgarðsmótið í skák á milli grunnskólanna í Grafarvogi fór fram í 11. sinn í íþróttahúsi Rimaskóla á skólatíma á föstudegi. Allir skólarnir í Grafarvogi sendu 1 – 5 skáksveitir til leiks. Tólf skáksveitir og um 80 krakkar að tafli. Teflt var í tveimur riðlum, allir við alla og loks úrslitaumferð um sæti. Nemendur Rimaskóla héldu uppteknum hætti og kepptu A og B sveitir skólans úrslita viðureignina. Í fyrsta sinn á Miðgarðsmóti var það B sveit sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að haf lagt A sveitina að velli í hreinni úrslitaumferð 3, 5 – 2,5. Báðar þessar Rimaskólasveitir unnu sína riðla örugglega og úrslitaviðureignin var spennandi viðureign tveggja frábærra liða.
Baráttan um bronsið var ekki síður spennandi en þar voru það sveitir Kelduskóla og Foldaskóla sem mættust og lyktaði viðureign þeirra með jafntefli 3-3. Ákveðið var að sveitirnar tefldu að nýju og aftur varð þá jafnt á með liðunum. Kelduskóli vann loks bronsið á hlutkesti. Eins og áður sagði voru Rimaskólasveitirnar áberandi í baráttunni en skólinn sendi 5 sveitir til leiks. Skólinn vann eignarbikar fyrir sigur B sveitarinnar og varðveitir farandbikarinn enn eitt árið. Þrjár efstu sveitirnar hlutu verðlaunapeninga, gull silfur og brons og fimm efstu sveitirnar hlutu að launum pítsaveislu frá Domino´s. Sigursveit Rimaskóla er skipuð sex drengjum úr 5. bekk sem hafa æft vel saman í þrjú ár. Sveitin vann Íslandsmeistaratitil barnaskólasveita í 1. – 4. bekk örugglega í fyrra.
Það er Miðgarður þjónustumiðstöð Grafarvogs í samstarfi við Skákdeild Fjölnis sem heldur mótið. Allir skólarnir eru með skákkennslu í skólastarfinu og krakkarnir í sjö eftsu skáksveitunum eru eða hafa öll verið að æfa með Skákdeild Fjölnis á vikulegum skákæfingum deildarinnar á miðvikudögum í Rimaskóla frá kl. 17:00 -18:30.
Myndir frá mótinu má skoða hérna….
Lokastaðan eftir úrslitaumferð:
1. Rimaskóli B 29 + 3,5 vinninga
2. Rimaskóli A 28,5 + 2,5
3. Kelduskóli 20 + 3
4. Foldaskóli 20 + 3
5. Rimaskóli E 17,5 + 3,5
6. Rimaskóli C 18,5 + 2,5
7. Rimaskóli D 16 + 6
8. Hamraskóli / International school 11,5 + 0
9. Vættaskóli A 6
10. Húsaskóli 5
11. Vættaskóli C 4,5
12. Vættaskóli B 3