ECC 2014 er lokið

Birgit Pöppler frá Þýskalandi varð Evrópumeistari  í keilu þegar hún sigarði Andreu Eliassen Hansen frá Noregi 2 – 0 í úrslitum.  Andrea sá aldrei til sólar í úrslitunum og sigarði því nokkuð örugglega. Fyrsta leikinn vann hún 190 – 139 og annan leikinn 266 – 169.

Keppni er lokið á Evrópumóti landsmeistara 2014.
Tom van der Vliet frá Hollandi og Mattias Wetterberg frá Svíþjóð áttust við í úrslitum á Evrópumótinu í Egilshöll í dag.
Báðir spilarar sýndu að þeir áttu heima í úrslitum og spiluðu mjög góða keilu.
Tom vann fyrsta leikinn 259 – 236 og eftir hörku annan leik jafnaði Mattias metin 227 – 228 þar sem leikurinn réðst á síðasta kastinu.
Þá var komið að hreinum úrslitaleik. Þar var mikil spenna alveg fram í lokin en það fór svo á endanum að Tom sigraði 213 – 200 og viðureignina 2 – 1 og er því Evrópumeistari landsmeistara 2014.

Meðfylgjandi eru myndir frá verðlaunaafnendingu karla og kvenna ásamt því þegar Tom (í appelsínugulu) fangaði titlinum.

WP_20141018_026 IMG_7286 IMG_7283 IMG_7280 ver 2 ver 4 ver 1 IMG_7279 mens final 3 IMG_7288 ver 3 IMG_7188 ECC 2104 Egilshöll (33) ECC 2104 Egilshöll (31) ECC 2104 Egilshöll (32)

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.