Breytingar á gjaldskrám um áramót

Sundalaug IIBorgarstjórn samþykkti gjaldskrárbreytingar á fundi sínum í gær, 15. desember.

Breytingarnar eru í samræmi við endurskoðaðar forsendur fjárhagsáætlunar 2016 en þar er gert ráð fyrir að gjaldskrár sem borgin hefur ákvörðunarvald yfir hækki þannig að gjaldskrártekjur á hverju sviði hækki að meðaltali um 3,2%.
Leikskólagjöld verða óbreytt en lækka samkvæmt nánari útfærslu síðar á árinu. Hluti boðaðra lækkana frestast þó vegna fjárhagsstöðu borgarinnar.
Gert er ráð fyrir að gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs endurspegli raunkostnað eins og verið hefur.
Svið og fagráð hafa yfirfarið gjaldskrár sínar og miðast tillögur þeirra við umræddar samþykktir á fundi borgarstjórnar.
10-11-2188-desembertilbod_skjar-588x290px
Stólpi auglýsing stór II

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.