Knattspyrnudeild Fjölnis og Elmar Örn Hjaltalín yfirþjálfari hafa komist að samkomulagi um að Elmar Örn láti af störfum sem starfsmaður deildarinnar. Þetta ber frekar brátt að en niðurstaðan er sú að Elmar hættir í dag. Vill knattspyrnudeildin þakka Elmari fyrir gott starf fyrir deildina á liðnum árum og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.
Yfirlýsing frá Elmari Erni sem hann sendi á facebook til þjálfara og 4 flokks karla sem hann þjálfaði líka.
Kæru foreldrar frá og með deginum í dag hef ég látið af störfum hjá Fjölni. Það hefur legið í loftinu undanfarið að BUR og Knattspyrnudeild Fjölnis vildu breytingar þannig að niðurstaðan var sú að ég hætti strax. Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir samstarfið sem við höfum átt síðastliðinn ár og óska ykkur velfarnaðar. Það er búið að vera gaman að vinna með ykkur og ég vona að þið haldið ykkar góða starfi áfram.
Áfram Fjölnir!
Tilkynning um ráðningu á nýjum yfirþjálfara verður tilkynnt fljótlega.
Unnið er að lausn með að brúa bilið með þjálfara í 4 flokki karla fyrir restina af keppnistímabilinu og stefnt að því að leysi það frá og með næstu viku til loka tímabilsins.
Knattspyrnudeild Fjölnis.