
Farið verður yfir þjónustu í hverfinu, kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir og vinna við hverfisskipulag, auk þess sem ungmenni úr Grafarvogi fjalla um hverfið sitt.
Hlustað verður eftir óskum og ábendingum frá íbúum í Grafarvogi um það sem betur má gera.
Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna og boða komu sína á viðburðinn á facebook.