Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Borgarholtsskóla frá 1. júlí.
Tíu sóttu um stöðuna og var upphaflega gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í hana frá 1. apríl og hafa umsækjendur og starfsmenn skólans verið upplýstir um það.
Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari og starfandi skólameistari, sendi starfsmönnum skólans tilkynningu um þetta í gær.
Ársæll hefur starfað undanfarið sem verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vegna tengsla hans við ráðuneytið var ákveðið að innanríkisráðherra skipaði í stöðuna.
Guðný Elísabet Ingadóttir
Mannauðsstjóri
Innanríkisráðuneyti