Barbarinn verður einn af aðal styrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020

Barbarinn verður einn af aðal styrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020

Gaman að segja frá því að Barbarinn verður einn af aðal styrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020 sem stefnt er að halda í lok september. Nánari dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.

Fjölnisjaxlinn 2019 heppnaðist glæsilega og var frábær þátttaka. Fjölnisjaxlinn er 400m sund, 10km hjól og 3km hlaup fyrir unglinga og fullorðna en 200m sund, 3km hjól og 1km hlaup fyrir börn/unglinga og foreldra.Barbarinn er ný og glæsileg hárklippistofa í borginni. Engar tímapantanir bara skrá sig á www.barbarinn.is og þú ert komin í röðina og færð sms 15 mín áður en kemur að þér. Í tilefni myndarlegs styrktarsamnings Barbarans við Fjölnisjaxlinn þá hvetjum við Fjölnisfólk og alla Grafarvogsbúa til að nýta þeirra frábæru þjónustu og ótrúlega góðu verð. Klipping kostar 5.500 kr. fyrir fullorðna, 4.500 kr. fyrir börn.

(Á myndinni Þórsteinn Ágústsson framkv.stj. Barbarans og Trausti Harðarson forsvarsmaður Fjölnisjaxlsins 2020)


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.