Ballettskóli Eddu Scheving er með kennslu í Grafarvogi í Hamraskóla.
Kennsla hófst 15. september. Allar upplýsingar á http://www.schballett.is/
Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður árið 1961 og er því elsti einkarekni listdansskóli landsins.
Markmið skólans er að veita nemendum markvissa þjálfun sem sett er fram á skemmtilegan og jákvæðan hátt. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar, góða tæknivinnu, jafnvægisæfingar, liðleika og styrktaræfingar sem og uppbyggilegar og jákvæðar leiðbeiningar. Nemendur kynnast mörgum mismunandi dansformum og stílum.
Dansinn er listform þar sem listamaðurinn er efniviðurinn og krefst klassískur listdans margra ára þjálfunar.
Brynja Scheving